Þeir sem taka ákvarðanir er varða okkur Reykvíkinga verða að upplýsa vel og taki ákvarðanir í samráði við íbúa. Því miður þá urðu brestir á því þegar norðurhluti Árbæjarlóns var tæmdur og lónið var tæmt án samráðs við hagsmunaaðila. Jafn stórar ákvarðanir verða að vera teknar í samráði við íbúa og hagsmunassamtök. Það er fátt betra en að að geta fylgst með lífríkinu, fylgst með fuglalífinu og notið þess að hafa fjölbreytta náttúru í nær umhverfinu. Það er því mikilvægt að fundin verði farsæl lausn með íbúum og hagsmunasasamtökum í þessu máli, lausn sem allir geta sætt sig við.
Breytingar á aðalskipulagi
Núna er verið að gera mjög stórar breytingar á aðalskipulagi og jafnframt er verið að framlengja það til ársins 2040. Þetta felur í sér miklar breytingar fyrir íbúa í flest öllum hverfum Reykjavíkur. Miklar breytingar er þó verið að kynna í Úlfarsárdal og Grafarholti og því er mikilvægt að sem flestir kynni sér þessar breytingar. Íbúasamtök Úlfarsárdals hafa gert verulegar athugasemdir við þær breytingar er stendur til að gera. Hætt er við áformaða íbúðabyggð í suðvesturhlíðum Úlfarsfells og á þar að koma atvinnustarfsemi. Íbúasamtökin leggjast alfarið á móti þessari breytingu, þar er óskandi að á athugasemdir verði hlustað og íbúasamráðið verði raunverulegt. Miklar breytingar er búið að gera á skipulagi þessa svæðis sem upphaflega átti að vera undir íbúabyggð. Það er undarlegt að koma fram með jafn stórar breytingar á þessum tíma þegar kórónuveiran hefur sett samfélagið úr skorðum, réttast væri að fresta þessum breytingum þar til hægt væri að kynna þær með opnum íbúafundum í öllum hverfum borgarinnar og fá þannig besta íbúasamráðið.
Dalskóli
Mjög brýnt er að laga strax aðgengi að Dalskóla, þar hefur skapar mikil hætta þegar börn eru á leið í skóla. Bæta þarf lýsingu við gangbrautir þar strax ásamt því að bæta við gangbrautum. Hringtorg sem er fyrir framan skólann er einnig að valda slysahættu því flókið er að átta sig á því fyrir þá sem koma akandi að skólanum hvort að um raunverulegt hringtorg er að ræða og því veldur það slysahættu.
Það hefur verið einstaklega gleðilegt að fá að kynnast svona mörgum ykkar, ég þakka fyrir gott samstarf á árinu og óska ykkur öllum gleðilegra jóla og hlakka til áframhaldandi samstarfs með ykkur öllum.
Greinin birtist í Árbæjarblaðinu í desember 2020.