Valgerður Sigurðardóttir
https://valgerdur.is/wp-content/uploads/2022/01/T2A8849-copyX-2-scaled.jpg

Takk fyrir að kíkja í heimsókn á síðuna mína

Ég heiti Valgerður Sigurðardóttir og er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ég á heima í Grafarvogi þar sem ég hef búið í 18 ár. Áður en ég flutti í Grafarvog þá átti ég heima í Breiðholtinu og þar áður í Vesturbænum. Ég er þó fædd á Höfn í Hornafirði ( fædd í kjallaranum á elliheimilinu ). Í Grafarvogi höfum við maðurinn minn komið okkur mjög vel fyrir og börnin okkar þrjú blómstra. Á heimilinu býr líka einn hundur hún Beta. Það er því mikið líf og fjör alla daga hjá okkur.
Það er fátt sem ég veit skemmtilegra en að takast á við nýjar áskoranir, hvort svo sem það er að fara af almennum vinnumarkaði og henda mér út í stjórnmál. Reima á mig keppnisskóna 45 ára og keppa á Íslandsmeistaramótinu í frjálsum eftir mjög svo langt "keppnisfrí" (kom heim með fjóra Íslandsmeistaratitla og nokkur álagsmeiðsli) eða læra að elda nýjan mat og bjóða okkar frábæru vinum í mat.
Ég vona það að ég fái þinn stuðning til þess að halda áfram mínu starfi sem borgarfulltrúi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Ég heiti Valgerður Sigurðardóttir og er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ég á heima í Grafarvogi þar sem ég hef búið í 17 ár. Áður en ég flutti í Grafarvog þá átti ég heima í Breiðholtinu og þar áður í Vesturbænum. Ég er þó fædd á Höfn í Hornafirði ( fædd í kjallaranum á elliheimilinu 🙂 ) . Í Grafarvogi höfum við maðurinn minn komið okkur mjög vel fyrir og börnin okkar þrjú blómstra. Á heimilinu býr líka einn hundur hún Beta og fjórir naggrísir. Það er því mikið líf og fjör alla daga hjá okkur.

Það er fátt sem ég veit skemmtilegra en að takast á við nýjar áskoranir, hvort svo sem það er að fara af almennum vinnumarkaði (þar sem ég starfaði í upplýsingatæknideildum fjármála/fjártækni fyrirtækja í yfir 10 ár)  og henda mér út í stjórnmál. Reima á mig keppnisskóna 45 ára og keppa á Íslandsmeistaramótinu í frjálsum eftir mjög svo langt „keppnisfrí“  (kom heim með fjóra Íslandsmeistaratitla og nokkur álagsmeiðsli 🙂 ) eða læra að elda nýjan mat og bjóða sem okkar frábæru vinum í mat.

Ég vona það að ég fái þinn stuðning til þess að halda áfram mínu starfi sem borgarfulltrúi.